fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

433
Mánudaginn 15. september 2025 18:30

Gunni Helga og fögnuður Þórsara á laugardag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og stuðningsmaður Þróttar Reykjavíkur, Gunnar Helgason, segir að leikmenn Þórs séu mestu vælukjóar sem hann hefur séð spila gegn Þrótti. Skrif Gunnars í stuðningshóp Þróttar vekja athygli.

Þór vann Þrótt í Laugardalnum á laugardag, með sigrinum fór Þór beint upp í Bestu deildina en Þróttur hefði með sigri farið beint upp.

Þór vann 2-1 sigur í leiknum. „Í dag töpuðum við. Þrátt fyrir að vera betra fótboltaliðið á vellinum. Ég er ekki frá því að hitt liðið sé með meiri vælukjóum sem við höfum mætt, eða kannski bara með meiri reynslu,“ skrifar Gunnar.

„En það skiptir auðvitað engu máli núna.“

Gunnar reynir svo að berja von í brjósti Þróttara sem eru á leið í umspil um laust sæti í efstu deild en liðið mætir HK í tveimur leikjum í undanúrslitum, fyrri leikurinn er á miðvikudag.

HK og Þróttur mættust í 21. umferð Lengjudeildarinnar þar sem HK vann 5-2 sigur á heimavelli, lærisveinar Sigurvins Ólafssonar eiga því harm að hefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn