fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 14:30

Tommy Robinson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn víðsvegar að af Bretlandi verða kallaðir til Lundúna um helgina vegna yfirvofandi ringulreiðar í höfuðborginni, þar sem sex leikir í ensku úrvalsdeildinni og tvö hástemmd mótmæli fara fram sama daginn.

Samkvæmt heimildum Daily Mail Sport hefur Metropolitan-lögreglan óskað eftir liðsauka frá öðrum svæðum Bretlands til að tryggja öryggi og halda friðinn í borginni á laugardaginn.

Í leikjaprógramminu eru meðal annars tveir stórir Lundúnarslagir, West Ham mætir Tottenham og Brentford tekur á móti Chelsea. Auk þess sem Charlton og Millwall eigast við í Championship-deildinni, sem gerir ástandið enn viðkvæmara.

Þá er búist við mikilli mannfjölda á götum borgarinnar þar sem hægrisinnaði aðgerðasinninn Tommy Robinson hefur boðað til „stærstu málfrelsisgöngu sögunnar til þessa“. Hefur Robinson sagt að knattspyrnuáhugamenn alls staðar af muni koma í mótmælin.

Samhliða því verður mótmælaganga samtakanna Stand Up To Racism, sem nýtur stuðnings verkalýðsfélaga hvaðanæva af landinu. Að sögn Daily Mail verður aukið lögreglulið sérstaklega sent til að sinna mótmælunum til að létta álagið af þeim hópum sem halda utan um fjölmennu fótboltaviðburðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu
433Sport
Í gær

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum