Vestri er bikarmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld.
Jeppe Pedersen kom Vestra yfir um miðbik fyrri hálfleiks með ótrúlegu skoti fyrir utan teig. Valsmenn voru mjög líklegir fyrir framan mark andstæðingsins þegar leið á hálfleikinn en kom boltanum ekki í netið.
Vestramenn börðust eins og ljón í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim. Valsarar fundu ekki leið framhjá þeim.
Fyrsti bikarmeistaratitill Vestra er staðreynd. Liðið er jafnframt búið að tryggja þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir næstu leiktíð.