Russell Martin, nýr stjóri Rangers, fékk að líta rautt spjald í æfingaleik félagsins í gær.
Leikið var gegn Middlesbrough frá Englandi en leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að Boro hafði komist í 2-0.
Glöggir áhorfendur tóku eftir því að Martin væri í stúkunni í seinni hálfleik og var með heyrnartól í eyrunum.
Hvað nákvæmlega gerðist er óljóst en Martin hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi verið mjög svekktur með frammistöðuna í fyrri hálfleik.
Hann var einnig ósáttur með frammistöðu dómara leiksins og hefur líklega látið einhver ófögur orð falla í leikmannagöngum í hálfleik.
Martin bendir á að hann sé ástríðufullur stjóri og viðurkennir að hann hafi mögulega farið yfir strikið að þessu sinni.