Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, er sagður vera að íhuga það að fá inn leikmann sem hann vann með hjá félaginu.
Nafnið mun koma mörgum á óvart en það er enginn annar en Brandon Williams sem er félagslaus þessa stundina.
Solskjær er í dag stjóri Besiktas í Tyrklandi en hann er opinn fyrir því að taka Williams inn á frjálsri sölu.
Þessi 24 ára gamli bakvörður spilaði síðast með Ipswich 2023-2024 og lék þar 17 leiki og skoraði tvö mörk.
Hann þekkir Solskjær vel en sá norski leyfði Williams að spila 36 leiki tímabilið 2019-2020 sem fáir virtust skilja á þeim tíma.
Þetta væri svo sannarlega líflína fyrir Williams sem hefur lítið sem ekkert spilað undanfarin ár og var síðast í efstu deild með Norwich á láni 2021-2022 áður en hann hélt í Championship deildina til Ipswich einnig á lánssamningi.