fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Prakkarar náðu að plata sambandið – Sendu inn umsókn frá Xavi og Guardiola

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. júlí 2025 17:33

Xavi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki rétt að bæði Xavi og Pep Guardiola hafi sent inn umsókn til indverska knattspyrnusambandsins í von um að taka við landsliðinu þar í landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu indverska knattspyrnusambandsins en í gær var greint frá því að Xavi hefði fengið höfnun frá sambandinu.

Umsóknin var hins vegar ekki frá Xavi sjálfum og eftir stutta rannsókn varð ljóst að um einhvers konar grín væri að ræða.

Einhverjum prakkara tókst að plata þá indversku um stutta stund með því að þykjast senda inn umsókn frá bæði Guardiola og Xavi.

Xavi er án félags í dag en var síðast stjóri Barcelona og vann til að mynda deildina með félaginu á sínum tíma þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin

Minnti rækilega á sig og skoraði þrennu í fyrsta leiknum – Sjáðu mörkin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan

Tjáir sig um stöðu Isak – Stór ákvörðun framundan
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma

Fann sér kærustu sem er 11 árum yngri eftir tvö framhjáhöld á stuttum tíma