Það er komið ‘Here we go’ á félagaskipti Luis Diaz til Bayern Munchen en hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun.
Þetta segir Fabrizio Romano en Diaz mun kosta Bayern 75 milljónir evra í sumarglugganum.
Romano segir að Diaz hafi beðið um að yfirgefa Liverpool í sumar og skrifar undir fjögurra ára samning við Bayern.
Þetta ýtir undir það að Alexander Isak sé á leið til Liverpool frá Newcastle en hann vill komast annað.
Búist er við að félagaskiptin verði staðfest á morgun.