Rafael Leao, leikmaður AC Milan, heiðraði minningu Diogo Jota í gær er liðið spilaði við Liverpool.
Leiknum lauk með 4-2 sigri Milan en Leao var á meðal markaskorara ítalska félagsins.
Jota lét lífið ásamt bróður sínum í hræðilegu bílslysi í sumar en hann var frá Portúgal líkt og Leao.
Leao sýndi töluna 20 eftir að hafa skorað mark í leiknum en það var einmitt númer Jota hjá Liverpool.
Fallega gert en myndir af þessu má sjá hér.
For you, Diogo 🙏 pic.twitter.com/XT3wDqmPwW
— AC Milan (@acmilan) July 26, 2025