Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild karla en átta mörk voru skoruð í fjörugum viðureignum.
Fram náði dramatísku stigi gegn Víkingi Reykjavík þar sem Kennie Chopart reyndist hetjan undir blálokin.
Atli Þór Jónasson hafði komið Víkingum í 2-1 á 71. mínútu en Kennie tryggði stig er 95 mínútur voru komnar á klukkuna.
Valsmenn eru komnir á toppinn eftir sigur á FH en Patrick Pedersen komst að sjálfsögðu á blað.
Patrick er búinn að jafna markametið í efstu deild á Íslandi en hann skoraði það fyrsta í öruggum 3-1 sigri Valsmanna.
Þetta var 131. mark Patrick í efstu deild og á metið ásamt Tryggva Guðmundssyni.