Al-Nassr er að reyna að stela Joao Felix af Benfica sem taldi sig vera að tryggja sér þjónustu leikmannsins.
Fabrizio Romano er á meðal þeirra sme greina frá en Chelsea er að reyna að losna við leikmanninn.
Felix á enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og var talið að hann myndi snúa aftur til uppeldisfélagsins, Benfica.
Romano segir að Al-Nassr sé komið langt á veg í viðræðum um Felix og er ljóst að Benfica getur ekki keppt við félagið fjárhagslega.
Al-Nassr vill kaupa leikmanninn endanlega frá Chelsea en hann gæti kostað um 50 milljónir punda.