fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. júlí 2025 21:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Morgan Gibbs White muni ekki semja við Tottenham í sumar en hann hefur verið orðaður við félagið.

Gibbs White hefur ákveðið að krota undir nýjan samning við Forest sem gildir til ársins 2028.

Miðjumaðurinn var aldrei til sölu í sumar og var eigandi félagsins, Evangelos Marinakis, hundfúll með tilboð Tottenham.

Allt stefndi í að leikmaðurinn myndi fara til Tottenham sem var reiðubúið að borga riftunarákvæði í hans samningi sem var um 60 milljónir punda.

Hann var hins vegar sannfærður um að krota undir framlengingu og leikur með félaginu í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins