Það fór fram stórleikur í Bestu deild karla í kvöld er KR og Breiðablik mættust í fyrsta leiknum á nýju gervigrasi KR-inga.
Leikurinn var ansi fjörugur og fengu bæði lið tækifæri til að tryggja sér þrjú mikilvæg stig.
Matthias Præst kom KR yfir undir lok fyrri hálfleiks en Jóhannes Kristinn Bjarnason átti flotta sendingu sem hann afgreiddi laglega.
Staðan var 1-0 þar til á 58. mínútu en Ágúst Orri Þorsteinsson skoraði þá mark til að tryggja Blikum stig.
Stigið dugir til að koma Blikum á toppinn en liðið er með 31 stig, stigi á undan Val og Víkingum.