Real Madrid er farið að íhuga það alvarlega að losa sig Vinicius Jr vegna þess hvaða launakröfur hann gerir nú á félagið. Sport á Spáni.
Vinicius Jr hefur rætt við Real Madrid um nýjan samning en aðilar eru langt frá hvor öðrum.
Vini Jr hefur verið ein af stjörnum Real Madrid síðustu ár en hann hefur líka oft verið til vandræða.
Þá hafa margir bent á það að ekki sé hægt að ná árangri með hann og Kylian Mbappe saman á vellinum. Hvorugur hefur mikinn áhuga á því að verjast.
Vinicius Jr hefur verið orðaður við lið í Sádí Arabíu þar sem hann gæti svo sannarlega fengið þau laun sem hann telur sig eiga skilið.