fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Rætt um VAR og hvort þurfi að gera breytingar á upphitun varamanna á fundi KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. júní 2025 16:00

Valur hafði betur gegn Breiðabliki í úrslitaleiknum í fyrra. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til skoðunar að banna það að allir leikmenn geti hitað upp á sama tíma í efstu deildum og í bikarnum. Málið var rætt á síðasta stjórnarfundi.

Búið er að fjölda varamönnum í þessum keppnum og allt að níu varamenn eru á skýrslu.

„Halldór Breiðfjörð dómaranefndarmaður fór stuttlega yfir ýmislegt tengt dómaramálum. Dómaranefnd KSÍ hefur lagt til að endurskoðað verði hversu margir leikmenn mega hita upp í einu á leikjum í Bestu deildum kvenna og karla og í aðalkeppni Mjólkurbikars kvenna og karla,“ segir í fundargerð KSÍ.

„Þannig að það verði samræmt við t.d. leiki í mótum á vegum UEFA þar sem hámark fimm leikmenn (ásamt þrekþjálfara) mega hita upp í einu. Samþykkt að fela dómaranefnd að gera tillögu að útfærslu.“

Þá var farið yfir VAR tæknina. „Rætt um stöðu á VAR og mögulegri innleiðingu á Íslandi. Enn er að mörgu að hyggja og algjört lykilatriði er fjármögnun á verkefninu til langs tíma í samstarfi allra hagaðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið

Leikmaður United opnar sig um ástandið í klefanum síðustu ár og kemur með djarfa spá fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða

Frá Liverpool til Bayern á meira en tíu milljarða
433Sport
Í gær

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku

Skrifar undir þriggja ára samning í Danmörku
433Sport
Í gær

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Haukur hættir eftir trúnaðarbrest innan stjórnarinnar

Haukur hættir eftir trúnaðarbrest innan stjórnarinnar