Manchester City hefur áhuga á Rayan Ait-Nouri, bakverði Wolves, og hefur spurst fyrir um leikmanninn.
Hinn 23 ára gamli Ait-Nouri hefur verið lykilmaður í liði Wolves undanfarin ár og hefur hann verið orðaður við stærri lið. City er á eftir vinstri bakverði og gæti kappinn endað þar í sumar.
Ait-Nouri, sem er landsliðsmaður Alsír, á aðeins ár eftir af samningi sínum við Úlfanna og því esnnilega fáanlegur á viðráðanlegu verði í sumar.
🚨🔵 Understand Manchester City have asked for deal conditions for Rayan Aït-Nouri at Wolves.
He’s high on the list for left back position with contacts expected to continue. pic.twitter.com/W0eo0HrYSn
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025