Robert Lewandowski og Wojciech Szczezny skemmtu sér á æfingu Barcelona í vikunni þar sem fjölmargir menn með myndavélar voru mættir.
Þessir ágætu menn ákváðu að nýta tækifærið fyrir lokaleik tímabilsins og búa til skemmtilegt leikrit sem vakti í raun heimsathygli.
Þeir þóttust einfaldlega lenda í harkalegum slagsmálum á æfingasvæði Börsunga en ef myndbandið er skoðað vandlega þá er augljóst að um grín sé að ræða.
Einhverjir spænskir aðgangar byrjuðu á því að tala um alvöru slagsmál á milli leikmannana sem er að sjálfsögðu algjör þvæla.
Leikmennirnir ákváðu að nýta sér allar myndavélarnar í kring til að búa til einhverjar sögur stuttu áður en þeir halda út í sumarfrí eftir að hafa unnið spænska titilinn.
Lewandowski et Szczesny 😳😅😅 pic.twitter.com/WnymR1GT2A
— Blaugranation (@blaugranation_) May 24, 2025