Það eru margir og þá flestir sem lesa knattspyrnufréttir sem kannast við nafnið Mesut Özil sem er fyrrum leikmaður Arsena og Real Madrid.
Özil er í dag 36 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna 2023 eftir dvöl hjá Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.
Özil er goðsögn í þýska boltanum en hann spilaði 92 landsleiki á sínum tíma og skoraði í þeim 23 mörk.
Þessi fyrrum miðjumaður hefur bætt á sig rúmlega 20 kílóum af vöðvum eftir að skórnir fóru á hilluna en hann stundar nú líkamsrækt á hverjum einasta degi og hefur mikinn áhuga á lyftingum.
Nýtt útlit Özil hefur komið mörgum á óvart en hann var tágrannur sem knattspyrnumaður og var þekktur fyrir það að vera mjög lipur á boltanum og með frábæra sendingargetu.
Í dag er Özil töluvert þyngri en hann einbeitir sér aðallega að líkamsrækt og þá mótorhjólum samkvæmt þýskum fjölmiðlum.