Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Bilbaó í kvöld og er mikil eftirvænting.
Tottenham mætir þar Manchester United og geta bæði lið bjargað hörmulegu tímabili heima fyrir með því að vinna þennan titil og tryggja sér um leið Meistaradeildarsæti.
Tottenham hefur ekki unnið titil síðan 2008 og miðað við veðbanka er líklegra en ekki að það breytist ekki í kvöld.
Á Lengjunni er til að mynda 2,38 í stuðul á sigur United en 2,86 á sigur Tottenham. Jafntefli fær stuðulinn 3,22.
Það er því búist við jöfnum leik samt sem áður, en hann hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma.