fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

433
Þriðjudaginn 20. maí 2025 08:30

Skjáskot úr Skype viðtalinu sem um ræðir er til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arturo Vidal er einn skrautlegasti maður fótboltans. The Upshot tók saman magnaðar sögur af kappanum.

Hinn 37 ára gamli Vidal er í dag á mála hjá Colo-Colo í Síle en hann á að baki feril með Barcelona, Bayern Munchen, Juventus og Inter.

Vidal var aðeins um tvítugt þegar hann var hluti af hópi leikmanna U20 ára landsliðs Síle sem brutu bílrúður dómara eftir tap í undanúrslitum HM. Var hann handtekinn eftir athæfið.

Þetta var ekki í eina skiptið sem Vidal kom sér í vandræði með landsliðinu því eftir að hann var valinn í A-landsliðið nokkrum árum síðar varð hann blindfullur í verkefninu og fékk langt bann frá landsliðsþjálfaranum.

Enn ein sagan af Vidal í landsliðinu er þegar Síle var að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik gegn Paragvæ 2013. Skömmu fyrir leikinn lak út myndband af Vidal og Gary Medel, öðrum leikmanni liðsins, drukknum að ræða við fyrirsætu á Skype. Kom þetta sér ansi illa og leit myndbandið ekki vel út fyrir leikmennina.

Sama ár sektaði Juventus leikmanninn fyrir að slást við dyravörð á skemmtistað klukkan 5:30 að morgni.

Í Suður-Ameríkukeppninni 2015 varð Síle meistari. Vidal tókst þó að stela athyglinni með öðrum hætti. Á miðju móti keyrði hann fullur heim eftir ferð í spilavíti. Hann var dreginn út úr bílnum sínum eftir að kviknað hafði í honum.

Á sama móti sex árum síðar átti Vidal þátt í því að panta vændiskonur á hótel Síle.

Fleiri sögur af Vidal eru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi

Héldu „jarðarför“ Jose Mourinho í Istanbúl í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá