fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. maí 2025 10:00

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasti landsliðshópur Arnars Gunnlaugssonar var til umræðu í nýjasta þætti Dr. Football.

Arnar kynnti hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki gegn Norður-Írlandi og Skotlandi í næsta mánuði. Þjóðin vill án efa sjá betri frammistöðu frá Strákunum okkar en í slæmu tapi gegn Kósóvó í mars, þar sem liðið féll úr B-deild Þjóðadeildarinnar.

Einn leikmaður sem fékk mikla gagnrýni eftir þá leiki var Aron Einar Gunnarsson, en hann er í hópnum fyrir komandi leiki einnig.

„Valið á Aroni Einari er umdeilt, sama hvað okkur finnst um það. Við erum með Hjört Hermannsson og ég get líka talað um Hlyn Frey Karlsson. Þetta er ungur hafsent sem er að spila á Norðurlöndunum,“ sagði Jóhann Már Helgason í Dr. Football.

Hlynur er fastamaður í lði Brommapojkarna í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Hjörtur hjá Volos í Grikklandi. Aron skrifaði hins vegar nýverið undir nýjan samning við Al-Gharafa í Katar og hefur hann spilað tvo leiki í bikarnum í þessum mánuði.

„Auðvitað hefur Aron aðeins verið að spila upp á síðkastið og kemur því vonandi betur stemmdur í þetta heldur en síðast. En maður setur spurningamerki við þetta,“ sagði Jóhann Már enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“