fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó nokkur áhugi er á markverðinum Gianluigi Donnarumma, nú þegar aðeins ár er eftir af samningi hans við Paris Saint-Germain.

Þetta kemur fram í fjölmiðlum í heimalandi kappans, Ítalíu, en þar hafa bæði Inter og Juventus áhuga. Fyrrnefnda félagið er sagt til í að bjóða honum myndarlegan launapakka ef hann kemur frítt eftir ár. Juventus er til í að greiða fyrir að fá hann strax í sumar.

Þá er Manchester City einnig sagt horfa til Donnarumma, en félagið leitar að langtímaarftaka Ederson. Loks hefur Bayern Munchen einnig áhuga.

Donnarumma er að eiga frábært tímabil með PSG. Hann á stóran þátt í að liðið er komið alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Sjálfur hefur hann sagst vilja vera áfram hjá félaginu, en til þess þurfa báðir aðilar að ná samningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum