fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433

Markaveisla og dramatík í Kópavogi – Gylfi Þór er kominn á blað

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. maí 2025 21:20

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og KR gerðu dramatískt jafntefli í stórleik kvöldsins í Bestu deild karla.

Bæði lið fengu færi til að skora í fyrri hálfleik, en var þó markalaust þegar gengið var til búningsklefa. Í seinni hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttir.

Blikar byrjuðu hann af meiri krafti og kom Tobias Thomsen þeim yfir á 53. mínútu. Aðeins sjö mínútum síðar tvöfaldaði danski framherjinn forskotið með laglegri afgreiðslu.

Við þetta vöknuðu KR-ingar og Eiður Gauti Sæbjörnsson minnkaði muninn á 67. mínútu. Skömmu síðar jafnaði Jóhannes Kristinn Bjarnason leikinn og heldur ungi maðurinn áfram að eiga frábært tímabil.

Finnur Tómas Pálmason kom Vesturbæingum svo yfir á 81. mínútu og stefndi í að það yrði sigurmarkið, þar til Kristófer Ingi Kristinsson skoraði dramatískt jöfnunarmark í blálokin.

Lokatölur 3-3 og Blikar eru því með 10 stig í þriðja sæti, en KR-ingar eru sæti neðar með 3 stigum minna.

Fyrsta mark Gylfa

Víkingur hafði valdið nokkrum vonbrigðum í upphafi móts en liðið vann sigur á Fram í markaleik í dag.

Davíð Örn Atlason kom þeim yfir á 18. mínútu og tæpum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Erlingur Agnarsson forskotið. Vuk Oskar Dimitrijevic minnkaði þó muninn fyrir gestina áður en hálfleiksflautið gall og allt opið fyrir seinni hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson kom Víkingi hins vegar í 3-1 á 79. mínútu og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir liðið. Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Fram í uppbótartíma á ný en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-2.

Þar með er Víkingur kominn á toppinn með 10 stig, jafnmörg og Breiðablik og Vestri.

Stjarnan í brasi

Stjarnan hefur engan veginn verið sannfærandi í upphafi móts og var þeim skellt af nýliðum Aftureldingar í kvöld.

Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum yfir á 9. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Georg Bjarnason bætti við marki á 57. mínútu og skömmu síðar innsiglaði Aron Jóhannsson 3-0 sigur.

Afturelding er komin með 7 stig og er í sjötta sæti, en Stjarnan er í því níunda með 6 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth