Newcastle hefur áhuga á því að kaupa Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford í sumar. Telegraph segir frá.
Mbeumo er 25 ára gamall sóknarmaður frá Kamerún og hefur átt frábært tímabil.
Brentford er tilbúið að selja hann en félagið fer þó fram á 60 milljónir punda.
Það gætu orðið breytingar hjá Newcastle í sumar en Alexander Isak er orðaður við önnur lið.
Isak hefur verið orðaður við Liverpool en Mbeumo gæti mætt á svæðið til að hjálpa til við að fylla hans skarð.