Liverpool varð um helgina Englandsmeistari, en liðið hefur verið á toppi úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið.
5-1 sigur á Tottenham á sunnudag veitti Liverpool 15 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er enn lokið og geta Skytturnar því ekki náð þeim.
Sem fyrr segir hefur Liverpool verið á toppnum langstærstan hluta tímabils, eða í 209 eins og tölfræðisíður vekja athygli á.
Það er 168 dögum meira en liðið þar á eftir, en það kann að koma einhverjum á óvart að það er Manchester City, sem hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum á leiktíðinni.
Hefur City, sem hefur orðið Englandsmeistari undanfarin fjögur tímabil, verið á toppnum 41 dag á þessari leiktíð.