fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Telur að Ögmundur gæti átt í brasi með að komast að eftir gærdaginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. apríl 2025 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Þór Ágústsson stóð sig vel í marki Vals í 1-1 jafntefli við Vestra í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í gær, en það vakti athygli að hann væri í byrjunarliðinu.

Ögmundur Kristinsson gekk í raðir Vals síðasta sumar en var á bekknum í gær. Srdjan Tufegdzic eða Túfa, þjálfari Vals, sagði í viðtölum í gær að hann hafi verið að glíma við smávægileg meiðsli í fyrir tímabil.

Mynd: Valur

Stefán átti sem fyrr segir flottan leik í Valsliði sem heilt yfir olli vonbrigðum, varði hann vel þegar á hann reyndi og spil hans út frá marki var þá til fyrirmyndar.

Þetta var til að mynda rætt í hlaðvarpinu Dr. Football, en þar sagði Arnar Sveinn Geirsson, fyrrum leikmaður Vals og mikill stuðningsmaður liðsins, að þarna væri mögulega kominn nýr aðalmarkvörður.

„Stefán Þór var virkilega flottur. Ég held að Ömmi verði bara í veseni með að komast aftur inn í þetta,“ sagði hann.

Stefán gekk í raðir Vals frá Selfoss fyrir síðustu leiktíð en hann var aðeins að spila sinn annan Bestu deildarleik í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar