fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu

433
Mánudaginn 31. mars 2025 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Loos, fyrrum aðstoðarkona David Beckham sem hann á að hafa haldið framhjá Victoriu Beckham með, hefur á ný tjáð sig um málið.

David á að hafa haldið framhjá með Loos eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Manchester United 2003. Hún var aðstoðarkona hans en fjölskylda David flutti ekki út til spænsku höfuðborgarinnar fyrst um sinn.

Í heimildaþáttum um Beckham segja hann og eiginkona hans að í kjölfar ásakananna hafi tekið við erfiðasta tímabil í lífi þeirra. Beckham hefur alltafn neitað sök, en Loos opnaði sig um málið í viðtali við Sky árið 2004.

Loos er gestur í nýjasta þætti 60 minutes í Ástralíu. Þar opnar hún sig um málið og bakkar hvergi frá fullyrðingum sínum um framhjáhaldið.

„Að mínu mati sýndi ég mikið hugrekki með því að fara upp á móti þeim. Ég hef alltaf haldið mig við sannleikann og ekki ýkt neitt,“ sagði Loos þar meðal annars.

„Ég fór gegn valdamesta parinu í fjölmiðlum sem höfðu allan pening í heiminum. Það eina sem ég hafði með mér í liði var sannleikurinn.“

Þess má geta að í dag er Loos tveggja barna móðir og er hún búsett í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Í gær

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu
433Sport
Í gær

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli

Ætla að opna veskið í janúar til að bjarga sér frá falli
433Sport
Í gær

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Í gær

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig