fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Giftur eltihrellir dæmdur í fangelsi – Taldi sig vera í sambandi með fyrirsætunni sem þurfti að hætta í vinnunni

433
Laugardaginn 22. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Mark Inkster er í fréttum erlendis þessa dagana en hann hefur verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Inkster eyddi yfir fimm milljónum króna í OnlyFans fyrirsætuna Alice Goodwin sem þurfti að taka sér frí frá vinnunni í þrjá mánuði vegna áreitis.

Maðurinn taldi sig hafa verið í ástarsambandi með fyrirsætunni og byrjaði að senda henni alls konar ástarkveðjur bæði í pósti og í gegnum internetið.

Maðurinn var giftur á þessum tíma en hann er 43 ára gamall og hefur sjálfur viðurkennt brot sitt fyrir framan dómara.

Goodwin er fyrrum eiginkona Jermaine Pennant en hann var lengi leikmaður í ensku úrvalsdeildinni og lék með liðum eins og Arsenal og Liverpool.

Fjallað er um það að Inkster hafi sent Goodwin skilaboð daglega í langan tíma og vildi fá frekari upplýsingar um hennar einkalíf og hvar hún væri staðsett á ákveðnum tímum.

Ekki nóg með það þá fékk hún jólakort og afmæliskort frá manninum sem taldi sig vera ásftanginn þrátt fyrir að vera giftur annarri konu.

Ástæðan fyrir skilorðsbundnu fangelsi virðist vera að Inkster hafi aldrei hótað Goodwin á neinn hátt eða hennar fjölskyldu en hafði eitt sinn samband við dóttur fyrirsætunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona