fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Myndband af óhappi í líkamsræktarstöð vekur athygli – Margir furða sig á að enginn hafi hjálpað

433
Þriðjudaginn 18. mars 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marylou Sidibe, eiginkona knattspyrnumannsins Moussa Sissoko, birti myndband úr ræktinni á dögunum sem hefur farið um eins og eldur í sinu.

Sidibe er vinsæl á samfélagsmiðlum og hefur áður birt myndbönd úr ræktinni, en sjálf er hún þjálfari. Í þetta sinn ætlaði hún að taka sig upp hlaupa á hlaupabretti en það fór ekki betur en svo að hún flaug á hausinn um leið og hún steig á brettið.

Sidibe meiddist ekki alvarlega og sá greinilega spaugilegu hliðina við atvikið þar sem hún birti það sjálf á Instagram.

Það sem vekur athygli fólks sem tjáir sig í athugasemdakerfinu undir myndbandi Sidibe er þó að enginn virðist hafa komið henni til bjargar. Margir furða sig á þessu, en sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér neðar.

Sissoko er í dag á mála hjá enska B-deildarliðinu Watford, en hann á að baki feril með liðum eins og Tottenham og Newcastle.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndbandið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning

Enginn óvissa lengur á Akranesi – Lárus Orri gerir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir

Arsenal tryggir að eitt mesta efni Englands verði áfram – Fjöldi stórliða buðu honum stórar fjárhæðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf