Steve McClaren, landsliðsþjálfari Jamaíka, hefur tjáð sig um hinn umdeilda Mason Greenwood sem spilar með Marseille.
Jamaíka vonast til að geta notast við Greenwood á þessu ári í landsliðsverkefnum en hann er fæddur og uppalinn á Englandi.
Greenwood á að baki einn enskan A-landsleik sem kom árið 2020 en það var áður en hann í raun flúði land eftir heimilisofbeldi.
England er víst ekki búið að útiloka það að Greenwood fái tækifæri á nýjan leik en hann er 23 ára gamall og var áður á mála hjá Manchester United.
,,Við erum stöðugt í sambandi við hann og hans fjölskyldu. Ég er sannfærður um að hann vilji bara spila fyrir Jamaíka,“ sagði McClaren.
,,Það er undir honum komið hvernig hann fer með það mál fram á við. Boltinn er hjá honum.“