fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Sannfærður um að hann muni velja Jamaíka frekar en England – ,,Boltinn er hjá honum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. mars 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Jamaíka, hefur tjáð sig um hinn umdeilda Mason Greenwood sem spilar með Marseille.

Jamaíka vonast til að geta notast við Greenwood á þessu ári í landsliðsverkefnum en hann er fæddur og uppalinn á Englandi.

Greenwood á að baki einn enskan A-landsleik sem kom árið 2020 en það var áður en hann í raun flúði land eftir heimilisofbeldi.

England er víst ekki búið að útiloka það að Greenwood fái tækifæri á nýjan leik en hann er 23 ára gamall og var áður á mála hjá Manchester United.

,,Við erum stöðugt í sambandi við hann og hans fjölskyldu. Ég er sannfærður um að hann vilji bara spila fyrir Jamaíka,“ sagði McClaren.

,,Það er undir honum komið hvernig hann fer með það mál fram á við. Boltinn er hjá honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur