fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Liverpool sagt ætla að nýta sér áhuga Real Madrid – Hafa áhuga á leikmanni liðsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 14:30

Dominik Szoboszlai og Ibrahima Konate. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur áhuga á Rodrygo, leikmanni Real Madrid og er til í að láta miðvörðinn Ibrahima Konate til Spánar á móti. Spænski miðillinn Defensa Central heldur þessu fram, en hann er staðsettur í höfuðborginni og fjallar einkum um málefni Real Madrid.

Konate hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarið en talið er að félagið vilji fá hann frítt þegar samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð, líkt og það ætlar sér með Trent Alexander-Arnold í sumar.

Getty Images

Liverpool hefur boðið Konate nýjan samning en sér tækifæri í því að senda hann til Real Madrid í sumar upp í kaupin á Rodrygo.

Það gæti vel verið að Liverpool, sem er langefst á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, sjái brasilíska kantmanninn sem arftaka Mohamed Salah. Egyptinn, sem er að eiga ótrúlegt tímabil á Anfield, er að verða samningslaus og getur gengið frítt burt eftir nokkrar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona