fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Maður sem hefur þekkt Salah frá því hann var barn veitir innsýn inn í framtíð leikmannsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. mars 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum þjálfari Mohamed Salah vonar það heitt að kappinn verði áfram hjá Liverpool næstu árin.

Eins og flestir vita er Egyptinn að verða samningslaus og getur gengið frítt frá Liverpool í sumar ef samningur hans verður ekki framlengdur. Stuðningsmenn enska liðsins halda í vonina um að hann verði áfram, enda Salah að eiga eitt sitt allra besta tímabil frá komu sinni til Bítlaborgarinnar 2017.

„Hann hefur átt átta stórkostleg ár hjá Liverpool og tölfræðin er mögnuð,“ segir Diaa El-Sayed, sem þjálfaði Salah í U-20 ára landsliði Egypta og hefur þekkt kappann síðan hann var barn.

El-Sayed fer ekki leynt með það að hann hafi engan áhuga á að Salah fari annað.

„Ég vona að hann verði áfram hjá Liverpool. Ég veit að Salah elskar félagið og borgina. Hann myndi elska að vera áfram. Ég vil ekki heyra það að hann fari til Sádi-Arabíu, PSG eða neitt annað,“ segir hann.

„Það er út af honum sem við Egyptar höldum með Liverpool. Við viljum sjá hann ljúka ferlinum þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar