fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Eva birti færslu sem vakti heimsathygli: Komu illa fram við 17 ára stúlku – ,,Annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti“

433
Sunnudaginn 2. mars 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Eva Murati hefur fengið mikið hrós fyrir færslu sem hún birti á samskiptamiðla sína nú í vikunni.

Eva hefur lengi verið í fjölmiðlabransanum en hún fjallar um Meistaradeildina á Vizion Plus og Tring TV.

Eva er 29 ára gömul í dag en hún hefur starfað í bransanum í heil 12 ár og unnið sig upp stigann og er með yfir milljón fylgjendur á Instagram í dag.

Þessi ágæta fréttakona segist hafa verið lögð í einelti líkt og aðrar konur á sínum yngri árum sem þurfa svo sannarlega að taka á öðruvísi gagnrýni en karlmenn í sjónvarpi.

,,Ég byrjaði að vinna í sjónvarpi 17 ára gömul og var lögð í einelti af hrekkjusvínum á netinu“ sagði Eva í færslu sem vakti mikla athygli.

,,Ég lærði að virða sjálfa mig og hætti að leitast eftir samþykki annarra. Í dag þá eru ykkar orð þýðingarlaus fyrir mér.“

,,Því miður, annað en mennirnir þá eru konurnar lagðar í einelti fyrir minniháttar hluti eins og hvernig þær mála sig, hvernig hárið þeirra er og hvernir þær klæða sig.“

,,Ef það er ekki umræðuefnið þá hefur þetta fólk ekkert að segja um frammistöðuna eða vinnubrögðin í sjónvarpi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi