fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Collina um krabbameinið sem gæti drepið fótboltann – „Þetta er orðið verra en það var áður“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. mars 2025 13:30

Pierluigi Collina. - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudómarinn fyrrverandi, Pierluigi Collina, sem talinn er vera einn besti dómari sögunnar, segir að áreitni og ofbeldi í garð knattspyrnudómara sé vaxandi vandamál. Þetta kemur fram í viðtali hjá Sky News.

Collina segir að hatur í garð dómara sé „krabbamein sem gæti drepið fótboltann.“ – Vísar hann þar sérstaklega til hegðunar foreldra á leikjum barna sinna í yngri flokkum sem beini reiði sinni og vonbrigðum að dómurum með afar ósanngjörnum hætti.

Collina segir að starf dómarans hafi aldrei verið auðvelt. „Ég get því sagt að þetta er orðið verra en það var.“

„Ákvarðanatöku fylgir mikil ábyrgð. Hagsmunirnir sem eru í húfi eru gríðarlegir, ekki síst þegar spilað er á hæsta stig. Þetta er því erfitt.“

Collina segir að áreitni og hatursfull framkoma í garð dómara hafi eflaust færst í aukana með tilkomu og útbreiðslu samfélagsmiðla, nokkuð sem hann hafi verið laus við á hans ferli. Hann segist sjálfur ekki nota samfélagsmiðla sem geri líf hans betra.

Collina segir að það valdi dómurum miklum erfiðleikum að fótboltafélög og knattspyrnustjórar sái efasemdum um heilindi dómara og gefi í skyn að þeir séu hlutdrægir. Segir hann að frægir knattspyrnustjórar setji slæmt fordæmi í þessum efnum. „Því miður þá gerist þetta alltaf. Það er fólk sem er að leita að samsæri og finnur einhvern skít þar sem enginn er,“ segir Collina.

Sjá nánar á vef Sky News.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag

Fjórir nefndir sem hugsanlegir arftakar eftir uppþot Maresca – Einn mætir Breiðabliki á fimmtudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“

Gefur í skyn að hann hafi íhugað sjálfsvíg í svakalegu viðtali – „Ég var á 25. hæð á hótelinu og horfði út um gluggann“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“

Knattspyrnufélag staðfestir að leikmaður þess hafi látið lífið í árásinni á Bondi-strönd – „Hæfileikaríkur og vinsæll“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn

Fyrrum eigandinn reiður og vill að Daninn verði rekinn – Er klár með nafn í staðinn
433Sport
Í gær

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar

Vilja kaupa miðjumann Everton í janúar
433Sport
Í gær

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu

Í sárum eftir að hafa tekið hippakrakk síðustu helgi – Segir þetta vera mögulega ástæðu
433Sport
Í gær

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans

Munu ekki reyna við Greenwood vegna fortíðar hans
433Sport
Í gær

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“