fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Nánast orðlaus eftir þessi ummæli Donald Trump: Hrokafullur og hugmyndin fáránleg – ,,Ég skammast mín“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 13:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið alvöru pillu úr óvæntri átt en landi hans Jesse Marsch hefur nú látið í sér heyra.

Marsch er knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann var um tíma stjóri Leeds á Englandi og er í dag landsliðsþjálfari Kanada.

Trump hefur talað um það að gera Kanada að fylki í Bandaríkjunum sem mun að öllum líkindum aldrei verða að veruleika.

Marsch segir að hinn umdeildi Trump sé hættulega hrokafullur í sínu tali um Kanada sem hefur lengi verið ein af vinaþjóðum Bandaríkjanna og er samstarfið þar á milli nokkuð gott í dag.

Marsch var steinhissa er hann heyrði Trump láta þessi orð út úr sér opinberlega og hvetur forseta sinn til að láta málið vera og einbeita sér að öðrum verkefnum.

,,Ef ég þarf að senda ein skilaboð á forsetann okkar þá hljóma þau svona: hættu að tala um þessa fáránlegu hugmynd um að gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna,“ sagði Marsch.

,,Sem Bandaríkjamaður þá skammast ég mín fyrir þennan hroka. Kanada er sjálfstæð og sterk þjóð sem ber að virða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er