fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Víkingar kveðja Danijel

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 16:00

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Danijel Dejan Djuric er að ganga í raðir NK Istra í króatísku úrvalsdeildinni. Félag hans, Víkingur, kvaddi leikmanninn í tilkynningu í dag.

Danijel gerði 9 mörk í Bestu deildinni í sumar og hefur þá skorað eitt mark í Sambandsdeildinni. Þar er Víkingur á leið í seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudag í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið leiðir 2-1 eftir fyrri leikinn. Danijel verður hins vegar ekki með þar.

Hjá Istra hittir Danijel fyrir annan Íslending, Loga Hrafn Róbertsson sem gekk í raðir félagsins frá FH í vetur.

Tilkynning Víkings
Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð króatíska úrvalsdeildarfélagsins NK Istra í Danijel Dejan Djuric, leikmann meistaraflokks.

Danijel er fæddur árið 2003, kom í Hamingjuna árið 2022 frá danska liðinu Midtjylland og hefur síðan leikið 119 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 41 mark. Hann hefur einnig leikið 59 landsleiki alls, þar af 3 fyrir A landslið Íslands.

Árið 2022 varð Danijel Mjólkurbikarmeistari með liðinu og árið 2023 bæði Íslands- og Mjólkurbikarmeistari. Í fyrra var Danijel lykilmaður í liði okkar Víkinga sem urðu Meistarar Meistaranna og eru enn að í Sambandsdeild Evrópu.

Knattspyrnudeild Víkings óskar Danijel velgengni og hamingju á nýjum vettvangi og um leið þökkum við honum kærlega fyrir sitt framlag. Sjáumst fljótlega í Hamingjunni Danni! ❤️🖤 dururururududu! Djuric!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“