fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Mikael Egill keyptur á meira en hálfan milljarð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 22:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertssson er á leið til Genoa frá Venezia. Gianluca Di Marzio greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að Mikael Egill verði áfram á láni hjá Venezia, sem er í harðri fallbaráttu í Serie A, út þessa leiktíð. Kaupverðið er 3,5 milljónir evra og fer Mikael Egill í læknisskoðun á morgun.

Mikael Egill, sem er 22 ára gamall og á að baki 19 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, hefur verið á Ítalíu allan atvinnumannaferilinn og var áður hjá SPAL og Spezia.

Á þessari leiktíð hefur hann verið í stóru hlutverki. Er hann kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í 21 leik í Serie A.

Di Marzio greinir einnig frá því að Genoa, sem situr í 12. sæti Serie A, sé að sækja Jean Onana frá Besiktas, samhliða því að félagið krækir í Mikael Egil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu