fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Farþegum rútunnar brá í brún þegar klámmynd var skellt í sjónvarpstækið

433
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 19:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faustino Asprilla er fyrrverandi knattspyrnumaður sem var heldur betur skrautlegur. The Upshot tók saman furðusögur frá ferli hans.

Þessi fyrrum kólumbíski landsliðsmaður er í dag 53 ára gamall en hann lék með Newcastle frá 1996-1998.

Asprilla kom frá Parma og byrjaði á grannaslag gegn Middlesbrough. Hann bjóst ekki við að spila svo hann fékk sér vel af rauðvíni í liðsrútunni. Honum að óvörum var hann settur inn á sem varamaður en hann lagði upp mark í fyrsta leik með frábærum tilþrifum.

Það eru margar magnaðar sögur af Asprilla frá tímanum í Newcastle. Þar var lífstíll hans ekki beint atvinnumanni í knattspyrnu sæmandi. Þá spilaði hann einhvern tímann klámmyndir í liðsrútunni og kom öllum í opna skjöldu, auk þess sem hann djammaði mikið.

Um hæfileika Asprilla gat þó enginn deilt. Hann skoraði eitt sinn þrennu gegn Barcelona í óvæntum sigri í Meistaradeildinni. Hann fagnaði með því að fá stelpur heim í íbúð sína þar sem þau stunduðu hópkynlíf.

Síðar á ferlinum var Asprilla á mála hjá Universidad de Chile um skeið og mætti hann eitt sinn með byssu á æfingu þegar hann var ósáttur við liðsfélaga sína. Hreint magnaður.

Skrautlegum athæfum Asprilla lauk ekki með ferli hans. Eftir ferilinn sat hann til að mynda fyrir allsnakinn í eitt skiptið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi