fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þurfa leikmann sem spilar öðruvísi í fremstu víglínu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. janúar 2025 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea þarf mögulega á framherja að halda í janúar eða þá í sumar að sögn fyrrum þjálfara félagsins, Roberto Di Matteo.

Di Matteo vann Meistaradeildina með Chelsea á sínum tíma og var þá einnig leikmaður liðsins um tímabil.

Chelsea treystir aðallega á Senegalann Nicolas Jackson í fremstu víglínu í dag en það er mögulega ekki nóg að sögn Di Matteo sem er þó hrifinn af leikmanninum.

,,Ég er hrifinn af Jackson. Ég get líka séð af hverju aðrir þjálfarar eru hrfinir af honum,“ sagði Di Matteo.

,,Hann hefur skorað nokkur mörk á tímabilinu. Hann fékk mikla gagnrýni á síðasta tímabili en hann er ungur leikmaður og það tekur unga leikmenn oft tíoma til að aðlagast.“

,,Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær hann byrji að skora 20 mörk á tímabili. Hann gæti náð því á þessu tímabili jafnvel.“

,,Þeir þurfa hins vegar kannski aðra níu sem er öðruvísi leikmaður en Jackson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“