Fulham er á eftir James McAtee, leikmanni Manchester City, samkvæmt Daily Mail.
Hinn 22 ára gamli McAtee er pirraður á litlum spiltíma hjá City, en hann hafði verið á láni hjá Sheffield United í tvö ár fyrir þetta tímabil.
Fulham, sem er að eiga flott tímabil í ensku úrvalsdeildinni, er þekkt fyrir að taka leikmenn sem fá lítið af tækifærum annars staðar og kveikja í þeim. Má þar nefna Emile Smith-Rowe, Bernd Leno, Reiss Nelson, Alex Iwobi, Raul Jimenez, Adama Traore, Andreas Pereira og Harry Wilson.
McAtee gæti verið næstur og gengið í raðir Fulham í janúar.