fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

De Bruyne: „Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. janúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin De Bruyne var spurður út í framtíð sína um helgina eftir sigur Manchester City á Manchester City.

Samningur hins 33 ára gamla De Bruyne rennur út í sumar en hann hefur átt erfitt með að finna sitt besta form undanfarna mánuði vegna meiðslavandræða.

„Ég er ekki að pæla í framtíðinni. Mig langar bara að komast aftur í mitt besta stand,“ sagði De Bruyne.

Belginn hefur byrjað síðustu tvo leiki City í úrvalsdeildinni, í sigrum gegn Leicester og West Ham.

„Mér líður betur með hverri vikunni sem líður. Nú get ég spilað 90 mínútur aftur. Þetta hafa verið óþægilegir mánuðir vegna meiðslanna.“

De Bruyne hefur til að mynda verið orðaður við Sádi-Arabíu í einhvern tíma, en sem stendur mætti hann fara frítt frá City í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok