Manchester United hefur tekið næsta skref í að byggja nýjan 100 þúsund manna heimavöll sinn. Stefnt er að því að hann verði klár árið 2030.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir Manchester United vill keyra verkefnið áfram og er með Manchester borg með sér í liði.
United fundar nú með þeim sem ráða og stefnir félagið á að byggja upp svæðið þar sem verður húsnæði fyrir fólk, skrifstofur og svæði til að skemmta sér.
United hefur fundað með yfirvöldum vegna þess og vilja fá þeirra aðstoð.
„Manchester borg hefur tækifæri til þess að vera stærsta fótboltaborg í heimi, það eru fáir staðir með okkar sögu og áhrif,“ segir Andy Burnham borgarstjóri í Manchester.
„Framtíð Old Trafford er næsta skref og við getum skrifað söguna saman þar.“
Sir Jim Ratcliffe vill að fyrir lok árs verði planið klárt. Að félagið byggi völl á svæðinu við hlið Old Trafford en félagið á það svæði.