Manchester CIty þarf að spila tvo leiki með 49 klukkustunda millibili þar sem lögreglan neitar að leyfa þeim að færa leik.
City mætir Watford í enska deildarbikarnum þann 24 september.
Tveimur dögum áður er liðið að spila við Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og þann 28 september mætir liðið Newcastle.
City bað um að leikurinn gegn Watford yrði á miðvikudegi en lögreglan í Manchester tekur það ekki í mál.
Ástæðan er sú að Manchester United mætir Twente í Evrópudeildinni miðvikudaginn 25 september þegar City vildi mæta Watford.
Sökum þess þarf Cit að spila tvo leiki með bara einn dag í hvíld á milli.