Raheem Sterling er að koma sér fyrir í rauða hluta London og hefur fengið treyjunúmer.
Arsenal greinir frá því í dag að enski landsliðsmaðurinn muni klæðast treyju númer 30 hjá félaginu.
Sterling kom til Arsenal á láni frá Chelsea út þessa leiktíð.
Arsenal borgar helming launa hans en Chelsea vildi ekkert annað en að losna við Sterling.
Sterling er öflugur kantmaður sem Mikel Arteta telur að muni styrkja lið Arsenal mikið.
New home. New number.
Shop Raheem Sterling’s shirt on Arsenal Direct now 🛍️
— Arsenal (@Arsenal) September 3, 2024