Enski boltinn líkt og undanfarin ár sker sig úr þegar kemur að eyðslu á leikmannamarkaðnum.
Ensk félög eyddu 1,3 milljarði punda í nýja leikmenn í sumar en seldu leikmenn fyrir 950 milljónir punda.
Eyðslan var því í raun 340 milljónir punda sem er aðeins meira en Ofurdeildin í Sádí Arabíu.
Eyðslan á Ítalíu var einnig afar mikil og virðist aukinn peningur vera komin í boltann þar. Á Spáni var eyðslan lítil í heild og félög í Þýskalandi koma út í plús eftir gluggann.
Svona var eyðsla liðanna.