Jadon Sancho fer af stað með látum hjá Chelsea en þessi enski knattpsyrnumaður lagði upp mark í sínum fyrsta leik.
Sancho er á láni frá Manchester United en Chelsea kaupir hann næsta sumar, slíkt ákvæði er í samningi þeirra.
Sancho og Erik ten Hag stjóri Manchester United voru í stríði og náðist ekki að laga samband þeirra.
Svo virðist sem Sancho hafi hins vegar verið vel liðin í klefanum hjá United.
„Þvílíkur leikmaður sem þú ert, haldu áfram að brosa svona,“ skrifaði Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United við færslu hjá Sancho á Instagram.
Bruno og Sancho virðast hafa átt gott samband en Sancho var oft sagður haga sér nokkuð furðulega á æfingasvæði United.