Dele Alli er atvinnulaus þessa dagana en fær að æfa með Everton í þeirri von um að hann fái nýjan samning hjá félaginu.
Alli hefur spilað 13 leiki á tveimur og hálfu ári hjá Everton en hann var um tíma lánaður til Besiktas.
Alli kom ekkert við sögu í fyrra vegna meiðsla en hefur reynt að koma sér í form.
Everton hefur viljað halda öllu opnu, Alli hefur fengið að æfa til að reyna að sanna það að hann sé komin í form.
Dele var um tíma einn besti leikmaður enska boltans þegar hann lék með Tottenham en síðustu ár hafa reynst honum erfið.
Everton getur skráð Alli til leiks þrátt fyrir að búið sé að loka félagaskiptaglugganum þar sem Alli er án félags.