Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, viðurkennir að Rodrygo gæti orðið öfundsjúkur á tímabilinu út í liðsfélaga sína í sóknarlínunni.
Nú er talað um framlínu Real sem ‘BMV’ en það eru þeir Kylian Mbappe, Jude Bellingham og Vinicius Junior.
Rodrygo er einnig mikilvægur leikmaður Real en mun væntanlega fá að spila minna í vetur eftir komu Mbappe frá Paris Saint-Germain.
,,Auðvitað getur það gerst, ef það gerist þá mun ég taka eftir því,“ sagði Ancelotti við blaðamenn.
,,Eins og staðan er þá held ég að staðan sé ekki þannig. Það er heilbrigt andrúmsloft í kelfanum og einnig leikmenn sem munu taka við stærra hlutverki eins og Vinicius og Rodrygo.“
,,Þetta er hvatning fyrir hann, að bera sig saman við þessa leikmenn. Fyrir mér þá er hann alveg jafn mikilvægur og hinir leikmennirnir.“