Caomhin Kelleher staðfestir það að hann vilji komast burt frá Liverpool en hann er kominn með nóg af bekkjarsetu.
Kelleher hefur staðið sig vel með Liverpool er tækifærin hafa gefst en þau eru svo sannarlega af skornum skammti.
Liverpool er búið að kaupa Giorgi Mamardashvili en hann mun ganga í raðir félagsins á næsta ári frá Valencia.
,,Ég hef sagt það undanfarin ár að ég vil fara og vera markvörður númer eitt,“ sagði Kelleher.
,,Liverpool ákvað að reyna að fá Giorgi Mamardashvili í sumar og virtist vera að breyta um stefnu. Félagið hafnaði nokkrum tilboðum í mig en þetta er ekki allt undir mér komið.“
,,Mín markmið eru skýr. Ég er nógu góður og ég vil fá að spila í hverri viku.“