Wayne Rooney vill sjá enska knattspyrnusambandið reyna að ráða Pep Guardiola sem næsta þjálfara liðsins. Starfið er laust.
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og er enska sambandið að skoað næstu skref.
Búið er að gefa leyfi fyrir því að ráða erlendan þjálfara en Guardiola er með samning við City út þessa leiktíð.
„Ég myndi vilja fá Pep, England þarf að reyna að ná í þann besta,“ segir Rooney.
Lee Carsley mun stýra enska landsliðinu í september en hann er þjálfari U21 árs landsliðsins.
„Ég spilaði með Lee þegar við vorum ungir hjá Everton, hann er góð persóna og hefur gert vel með U21 árs landsliðið. Ef hann gerir vel þá veit maður aldrei.“
🗣️ „I’d like Pep to be honest“
Wayne Rooney gives his thoughts on the search for Gareth Southgate’s replacement 🏴 pic.twitter.com/4D8L7KmuND
— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 9, 2024