fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
433Sport

Krísa hjá Manchester United – Þrír varnarmenn æfðu ekki í gær og Yoro lengi frá

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður vandasamt verk fyrir Erik ten Hag stjóra Manchester United að stilla upp varnarlínu sinni gegn Manchester City á morgun.

Englandsmeistarar City og bikarmeistarar United mætast þá í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Harry Maguire, Victor Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka gátu ekki æft í gær vegna meiðsla. Maguire gat ekki spilað æfingaleik gegn Liverpool um síðustu helgi.

Þá fór Leny Yoro í aðgerð á dögunum og verður frá næstu þrjá mánuðina eða svo.

Það er því ljóst að sama saga og frá síðustu leiktíð er farin að gera vart við sig hjá United þegar varnarmenn liðsins meiddust mikið.

Lisandro Martinez, Diogo Dalot og Luke Shaw byrjuðu aðeins að æfa í þessari viku og því óvíst hversu klárir þeir eru í alvöru leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum

Þetta eru fimm bestu markmennirnir á Íslandi í sumar – Anton Ari trónir á toppnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til

Albert á leið til landsins og svarar til saka – Mikill fjöldi vitna verður kallaður til
433Sport
Í gær

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu

Einkunnir eftir svekkjandi tap í Tyrklandi – Stefán Teitur bestur í íslenska liðinu
433Sport
Í gær

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“

Þetta sagði þjóðin yfir sjónvarpinu í kvöld: Gummi Ben sendi skilaboð – „Settu helvítis hljóðið á Jóhann“